150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:36]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hv. formaður þingflokks Miðflokksins hefur upplýst hér að Miðflokknum var ekki boðin aðild að þessari skýrslubeiðni. Hefði svo verið hefði verið annar bragur og vandaðri á henni en raun ber vitni. Ég undirstrika samt rétt þingmanna til að kalla eftir upplýsingum jafnvel þó að það séu ágallar eins og hér hefur verið bent á. Vegna orða hv. þm. Karls Gauta Hjaltasonar um skýrslubeiðni um kosti og galla aðildar Íslendinga að EES-samningnum sem fékkst samþykkt í þrígang á Alþingi: Vissulega var skilað ágætri skýrslu en hún var á grundvelli erindisbréfs þar sem bara var beðið um ávinning af þessari aðild. Ég bendi á að það er því að mörgu að hyggja í þessum efnum, herra forseti.