150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Óla Birni Kárasyni fyrir að minnast á það þegar ég dró skýrslubeiðni mína til baka. Í umræðunni þá komu fram málefnaleg sjónarmið og mér fannst ekkert að því að skoða þau.

Varðandi gæðin hérna er mjög skýrt beðið um að ráðherra flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Þetta er ekki flókið, það er rosalega einfalt og skýrt eins og það liggur fyrir. Það þarf ekki að leggja neitt gæðamat á þetta. Þetta varðar samanburð á greiðslum fyrir veiðirétt á Íslandi og í Namibíu. Kannski eru einhverjar að fetta fingur í textann um pólitískt mat eða álitamál í greinargerð en þetta er skýrsla sem ráðherra á að flytja. Þetta er rosalega einfalt mál og ekkert að þessu út frá gæðum og engin þörf á að draga þetta til baka til að skoða aðra útfærslu. Þetta er mjög einföld skýrslubeiðni.