150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

sala upprunavottorða.

[10:39]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Það eru auðvitað önnur lönd sem stefna að því sem við erum með hér, þ.e. að vera að fullu með græna framleiðslu á raforku. Markmið þessa kerfis um upprunaábyrgðir er í raun að flýta fyrir því ferli að gera þá framleiðslu fýsilegri en hina, þannig að þau fyrirtæki hafi ákveðið samkeppnisforskot. Það er markmið kerfisins sem ég vissulega bjó ekki til og var innleitt hér fyrir löngu. Landsvirkjun er sá aðili sem selur langstærstan hluta af þessu enda er það langstærsti raforkuframleiðandi í landinu. Það sem væri hægt að skoða er hvort hægt er að láta birtast í eigendastefnu þess fyrirtækis afstöðu eigandans á því hvort og að hve miklu leyti eigi að selja upprunaábyrgðir vegna þess, eins og ég segi, skyldan er að þetta kerfi sé til staðar. Skyldan er ekki að gefa þær út.

Það er eitthvað sem hefur verið rætt nokkrum sinnum og þessi umræða er uppi núna og ég er mjög opin fyrir því að taka þátt í slíkri umræðu og taka það áfram.