150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[12:03]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tilgreindi ekki í fyrirvara mínum við málið í hverju hann fælist en ég mun útskýra það í atkvæðaskýringum eftir atvikum. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál og það er kominn tími til að laga það sem hér er lagað. Ég geri athugasemdir við einstaka atriði en athugasemdirnar eru ekki nógu stórar til að réttlæta sjálfstætt nefndarálit. Ég vildi þó gera formlega grein fyrir fyrirvaranum sem snýr að a-lið 1. gr. og f- og g-liðum 2. gr. og mun gera það betur á eftir.