150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[12:05]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er engin svakaleg breyting, hér er lagt til að það taki fjögur ár í staðinn fyrir þrjú að verða íslenskur ríkisborgari sem er hér með dvalarleyfi á grundvelli hjónabands við íslenskan ríkisborgara. Þetta er gert af frekar tæknilegri ástæðu, af þeirri ástæðu að búsetuleyfi miðar við þær aðstæður við þrjú ár og þá þykir eðlilegra að það taki fjögur ár að verða íslenskur ríkisborgari. Ég get svo sem skilið þá röksemd en er samt á móti því að lengja tímann í fjögur ár. Þetta er hins vegar ekki stórt atriði og ég greiði atkvæði gegn því andstætt því sem birtist á ljósatöflunni.

Ég greiði atkvæði gegn ákvæðinu.