150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[12:09]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er bætt við reglugerðarheimild til að setja nánari ákvæði um framkvæmd 1. og 5. töluliðar 1. mgr. 9. gr. laganna. Þarna vegast á tvö sjónarmið, annars vegar skýrleiki laganna og hins vegar sveigjanleiki gagnvart aðstæðum. Hægt er að færa rök fyrir hvoru tveggja. Mér þykir eðlilegast þegar kemur að svona mikilvægum réttindum sem ríkisborgararéttur er að þetta sé í lögum og að það sé þar skýrt. Aftur á móti tel ég eðlilegt að tímabundið sé reglugerðarheimild til að finna út úr því hvernig þau lög ættu að vera. Ég myndi því leggja til að reglugerðarheimild yrði veitt tímabundið en síðan yrði það fyrirkomulag sem þætti hentugast sett í lög eftir á.

Aftur á móti er það ekki venjan, frekar í hina áttina, og þess vegna sit ég hjá við afgreiðslu þessa tiltekna ákvæðis.