150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[12:11]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Varðandi 3. gr. þessa frumvarps fagna ég því sem þar kemur fram er snýr að því að rýmka heimildir gagnvart smábrotum sem hafa kallað á sektir. Ég hef gagnrýnt reglulega að við séum í þingsal að taka afstöðu til slíkra umsókna eins og þekkt er fyrir þingfrestun hverju sinni. Mér þykir í greinargerðinni skautað heldur létt fram hjá röksemdunum fyrir því að láta þessa heimild ganga alveg upp til þess sem er skilgreint sem fangelsi í meira en tíu ár. Gangi málið til nefndar á milli 2. og 3. umr. held ég að skynsamlegt væri að nefndin bætti dálítið í rökstuðninginn fyrir því að hafa hærri refsiviðmiðin inni sem ég tel ekki skynsamlegt.

Ég mun greiða atkvæði með greinunum á grundvelli þess að ég er ánægður með að lægri sektarviðmið séu komin inn.