150. löggjafarþing — 68. fundur,  3. mars 2020.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[15:33]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held einmitt að það þurfi nokkuð djúpa umræðu og umfjöllun um eðli þjóðlendna í víðu samhengi þegar verið er að taka ákvarðanir með lagabreytingum, eins og hér er lagt til, um fordæmalausar ákvarðanir, leyfi ég mér að segja, sem felast í því m.a. að endurupptaka mál sem hefur verið til lykta leitt fyrir dómi, þótt það sé á afmörkuðu sviði. Í ljósi umsagna og að áhöld eru um lögmæti þess sem lýtur að sjávarlóðum og almenningi í stöðuvötnum held ég að það þurfi a.m.k. að liggja mjög ljóst fyrir hvaða skilning hv. þingmenn leggja í hugtakið þjóðlendur og hvaða réttindi og skyldur fylgja þeim og líka hvað varðar eignarheimildir ríkisins á þeim þjóðlendum.