150. löggjafarþing — 70. fundur,  5. mars 2020.

skýrsla um bráðamóttöku Landspítalans.

[10:57]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og vil nota þetta tækifæri og leyfa mér að benda á þær röksemdir sem eru lagðar fram í greinargerð með frumvarpinu sem ég mælti fyrir í gær. Landspítalinn er stærsta fyrirtæki landsins og fjölmennasti vinnustaður landsins. Landspítalinn er fyrirtæki og lýtur lögmálum fyrirtækja. Fyrirtæki almennt hafa stjórn og stjórnir hafa mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í fyrirtækjum. Þær eru framkvæmdastjórn til aðhalds en jafnframt til stuðnings. Í frumvarpinu eru rakin helstu verkefni sem stjórn ætti að rækja. Það er gert ráð fyrir því að hún yrði skipuð valinkunnum aðilum sem væru annars vegar sérfræðingar í heilbrigðisvísindum og hins vegar í rekstri, stjórnun, áætlanagerð og öðrum slíkum skyldum þáttum.

Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja hæstv. ráðherra til þess að kynna sér þetta mál (Forseti hringir.) vandlega í þeirri von að hæstv. ráðherra taki í þessari vinnu upp þetta atriði sem ýmsar heilbrigðisstéttir, (Forseti hringir.) ekki síst vil ég nefna lækna, hafa eindregið hvatt til.