150. löggjafarþing — 73. fundur,  13. mars 2020.

tilkynning.

[11:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hyggst haga atkvæðagreiðslum þannig í dag að hver atkvæðagreiðsla muni standa opin í a.m.k. tvær mínútur þannig að þingmenn þurfa ekki að vera allir í salnum í einu þegar greidd eru atkvæði, samt að sjálfsögðu komnir í þinghús við upphaf atkvæðagreiðslunnar og fari ekki úr húsi fyrr en að henni lokinni. Hér er vonandi ekki um nema fáeinar atkvæðagreiðslur að ræða.