150. löggjafarþing — 79. fundur,  20. mars 2020.

verðtryggð lán heimilanna.

[11:19]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir mikilvægi þess að hjálparsamtök geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem þau vinna fyrir samfélagið. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að öðru leyti, að við gerum rétt við þessar aðstæður í því að styðja þau fyrirtæki sem eiga sér framtíð og geta komist í gegnum tímabilið með margvíslegum stuðningsaðgerðum. Sumar þær aðgerðir hafa þegar komið til framkvæmda. Við höfum rætt þær hér á undanförnum dögum. Það eru aðgerðir á borð við frestun á gjalddögum og það að ríkið taki þátt í að tryggja fólki sem hefur tapað starfshlutfalli framfærslu í gegnum hlutabótaleiðina.

Margt fleira kemur til og við munum þurfa að meta stöðuna á hverjum degi og í hverri viku fram undan og aðlaga aðgerðir okkar eftir aðstæðum. Við vonumst til þess að koma fram mjög bráðlega með meginlínur næstu skrefa.