150. löggjafarþing — 79. fundur,  20. mars 2020.

gjaldþrotalög og greiðslustöðvun.

[11:23]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Það er auðvitað sjálfsagt að skoða þetta þegar búið er að tryggja að allir sem geta veitt ákveðnar fyrirgreiðslur og annað eru búnir að tryggja það. Það er það sem aðgerðir okkar hafa miðast við undanfarið. En svo má skoða greiðslustöðvunina, hvort það sé þörf á að einfalda það lagaákvæði sem hv. þingmaður vísar sérstaklega til, ef til þess kemur að þörf þyki á því. En þær aðgerðir sem farið hefur í og er verið að undirbúa núna miða að því að aðilar geti veitt ákveðna fyrirgreiðslu sem mun vonandi gera það að verkum að greiðslustöðvun þurfi ekki að koma til. Þetta er eitthvað sem ég mun þurfa að skoða, en það er kannski ekki mitt að dæma um nákvæmlega það sem hv. þingmaður vísaði til.