150. löggjafarþing — 82. fundur,  23. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[14:01]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svörin. Jú, nýtist börnum þeirra sem hæst launaðir eru. En þörfin er bara miklu meiri hinum megin. Ég hefði viljað sjá 600 milljónir fara til þeirra sem virkilega þurfa á því að halda.

Svo er annað sem mig langar að spyrja um. Það eru 1,5 milljarðar til Íslandsstofu í átak. Er ekki nú þegar búið að setja ákveðna peninga inn í Íslandsstofu? Og af hverju bara Íslandsstofu? Ætti ekki að dreifa þessum peningum til fleiri, ekki bara til Íslandsstofu? Hvers vegna er hún ein þarna undir, hver er hugsunin á bak við það? Ef við erum að fara í átak væri mjög sniðugt, varðandi þá sem núna eru að segja upp gistingu og annað, að hvetja þá til að koma í haust eða fljótlega aftur. En ég spyr: Af hverju bara Íslandsstofa?