150. löggjafarþing — 82. fundur,  23. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[14:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Íslandsstofu er ætlað að sinna markaðssetningu á Íslandi erlendis og vera eins og farvegur og vettvangur fyrir markaðsmál Íslands í útlöndum. Þegar við fórum í markaðsherferðina sem gekk undir nafninu Inspired by Iceland þá tókst mjög vel til í samstarfi við Íslandsstofu. Hér er gengið út frá því að Íslandsstofa verði eins konar milliliður og framkvæmdaraðili að átaki þar sem þessir peningar fara fyrst og fremst í að birta auglýsingar og vinna þær, þeir verði ekki eftir hjá milliliðnum Íslandsstofu. Varðandi fjárhæðirnar er þetta í hlutfalli við árlegan rekstrarkostnað Íslandsstofu, rúmlega það sem þar er undir, þ.e. þetta er eins og allt umfang Íslandsstofu og rúmlega það.