150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við dagskrármál.

[10:08]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa haft þetta sama leiðarljós, að um sé að ræða verkefni sem eru framkvæmanleg á árinu og hafa fjölbreytilegar tillögur. Þeir hafa einfaldlega lagt áherslu á að bæta við það sem kemur frá ríkisstjórninni verkefnum sem eru brýn og geta haft mjög mikil áhrif á atvinnusköpun og möguleika okkar á að byggja okkur upp í framhaldinu. Það hlýtur að vera að við slíkar aðstæður, þegar mikið er kallað eftir samvinnu, að þá sé a.m.k. opnað á þann möguleika að stjórnarandstaðan geti lagt fram tillögur, ekki bara reynt að koma með ábendingar í nefndum, eins og við höfum vissulega gert, en að ríkisstjórn, stjórnvöld, séu tilbúin til að skoða það að taka vel í hugmyndir sem koma frá stjórnarandstöðu og að þingmenn stjórnarliðsins séu a.m.k. ekki beittir flokksaga til að fá menn einfaldlega til að hafna öllu.