150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

tilhögun atkvæðagreiðslu.

[19:06]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í ljósi þeirra óvenjulegu aðstæðna sem nú eru uppi lítur forseti svo á að samkomulag ríki milli formanna þingflokka fyrir hönd þingflokkanna um að stuðst verði við heimild í 1. mgr. 80. gr. þingskapa þannig að afbrigði og hluti breytingartillagna, þar sem fyrir liggur að allir eru á einu máli, skoðist samþykkt án atkvæðagreiðslna ef enginn hreyfir andmælum.

Breytingartillögur í 1. dagskrármálinu sem eru viðamiklar og innihalda ný efnisatriði ganga þó til hefðbundinnar atkvæðagreiðslu þótt ætluð samstaða sé um þær.