150. löggjafarþing — 86. fundur,  2. apr. 2020.

túlkun skaðabótalaga.

[10:53]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að vekja athygli á þessu máli. Athygli mín var vakin í gær með opnu bréfi sem mér barst í Morgunblaðinu og ég setti strax af stað könnun um þetta í ráðuneytinu og mun auðvitað fylgja henni eftir. Þetta er nokkuð sem þarf að skoða vel og vandlega og þarf að vera í lagi. Við viljum tryggja að þessi mál fari eftir réttum boðleiðum. Ég ætla mér að fara betur ofan í þetta svo ég þekki málið betur, alla kanta á því, ekki bara það sem kom fram í bréfinu í gær heldur einnig baksöguna og annað. Ég ætla að gefa mér tíma í það næstu daga en ég hef sett af stað könnun og get fullvissað hv. þingmann um að ég mun fylgja málinu eftir.