150. löggjafarþing — 86. fundur,  2. apr. 2020.

túlkun skaðabótalaga.

[10:56]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta. Þetta mál skiptir máli og þess vegna þarf að skoða það. Síðan gætum við tekið hér sérstaka umræðu um gjafsókn, hvernig henni ætti að vera háttað, hvernig hún er í dag og hvernig hún hefur þróast. Það er alveg efni í sérstaka umræðu.

En þetta er mál sem skiptir máli og ég tek undir með hv. þingmanni, fólk á ekki að þurfa að berjast við ofurefli kerfisins heldur eiga línurnar að vera skýrar, sérstaklega fyrir fólk sem hefur lent í stóru slysi og er að berjast fyrir lífi sínu eða framförum. Það er mikilvægt að kerfið sé skýrt og að fólk viti hverju það er að mæta.