150. löggjafarþing — 86. fundur,  2. apr. 2020.

matvælaframleiðsla og fæðuöryggi.

[11:17]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það eru margir þættir sem við höfum verið að ræða og fara yfir. Við eigum í daglegum samskiptum við landbúnaðinn og sjávarútveginn um þessar mundir, fáum upplýsingar, reynum að bregðast við þeim erindum sem til okkar er beint og greiða úr þeim málum sem upp eru að koma.

Hv. þingmaður spyr beint hvort starfsaðstæður matvælafyrirtækja hafi komið upp og um möguleika á þéttara samstarfi o.s.frv. Það hefur komið til tals, nú þegar eru ákveðnar heimildir í 15. gr. samkeppnislaga sem hægt er að nýta ef vilji stendur til þess. Menn hafa verið að ræða aðra hluti og það er til umfjöllunar nú.

Ég bendi á það sömuleiðis að til meðferðar í þinginu er frumvarp til nýrra samkeppnislaga þar sem möguleiki er til að bregðast við þeim óskum sem ég veit að hafa verið uppi í greininni. Það er þá þingsins að taka á því ef og þegar það kemur upp.

Varðandi loðdýrabændur hefur komið til tals á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvaða leiðir geti verið færar í því efni.