150. löggjafarþing — 87. fundur,  14. apr. 2020.

afbrigði.

[13:40]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Á þingfundi 12. mars sl. voru tímabundið veitt afbrigði frá þingsköpum til að víkja frá 1. mgr. 17. gr. um skyldu nefndarmanna til að mæta á þingfundi og einnig frá 22. gr. um ályktunarbærni nefndafunda.

Með afbrigðunum var vikið frá því skilyrði þingskapa að nefndarmenn þurfi að vera staddir á fundinum til að mynda ályktunarbæran nefndarfund. Forseti lagði til að afbrigðin yrðu nýtt eftir því sem nauðsyn krefði fram að því að Alþingi gerði hlé á fundum sínum um páska.

Forseti leggur nú til að þessi afbrigði frá þingsköpum verði framlengd til 4. maí nk. þegar von er til þess, og liggur reyndar þegar fyrir, að samkomubanni verði aflétt að einhverju leyti.

Í ljósi þeirra afbrigðilegu aðstæðna sem nú eru uppi leggur forseti til að afbrigðin verði samþykkt án atkvæðagreiðslu samkvæmt heimild í 1. mgr. 80. gr. þingskapa. Afbrigðin skoðast samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Enginn hreyfir andmælum og eru afbrigðin samþykkt.