150. löggjafarþing — 93. fundur,  28. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

722. mál
[17:45]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég legg fram þessa breytingartillögu ásamt hv. þm. Önnu Kolbrúnu Árnadóttur úr Miðflokknum þótt við séum reyndar ekki sammála um nefndarálit við málið. Þessi breytingartillaga felur í sér að bæta við 5. og 6. gr. frumvarpsins tillögum sem komu frá Persónuvernd. Meiri hlutinn taldi það óþarft eða jafnvel geta þvælst fyrir en við hv. þingmaður erum ósammála því mati og leggjum því hér fram þá tillögu. Ég vil halda því til haga í fjarveru hv. þingmanns að hennar fyrsta tillaga var að fella þessar greinar brott.