150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun .

721. mál
[13:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það vill svo heppilega til að frumvarp er tilbúið til afgreiðslu á þinginu sem opnar einmitt hluthafaskrána. En það er þó annað vandamál með hluthafaskrána að hún uppfærist svo óreglulega, í rauninni bara einu sinni á ári, ef það, ef fólk skilar þessu rétt inn, þannig að breytingar innan árs á hluta og hlutum fyrirtækja sjást ekkert endilega í þessum ársuppfærslum. Þó að miklar breytingar gætu verið innan árs, tilfærslur á hlutum, myndi það í rauninni aldrei sjást í hluthafaskránni ef þær breytingar ganga síðan til baka í einhvers konar gjörningum innan ársins. Það er eitthvað sem þarf að huga að líka.