150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda.

709. mál
[13:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Næsta skref og annað vandamál hvað þetta varðar, ef við tökum þetta í stærra samhengi en á Íslandi, er sú samtvinning gagna sem á að gera við önnur lönd sem er nauðsynleg til að ná tengingum sem varða varnir gegn hryðjuverkum og peningaþvætti, en tengingin nær einungis ákveðið langt innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hvað með reikninga sem eru á svæðum sem eru skilgreind sem skattaskjól þess vegna eða í Bandaríkjunum? Ég var með reikning í banka í Bandaríkjunum þegar ég var í námi þar. Ég veit ekki hvort það væri með í þeim upplýsingum sem kæmu fram þarna. Ég veit ekki einu sinni hvort sá reikningur er opinn lengur. Ég held að ég hafi reynt að loka honum en maður þurfti að vera á staðnum til að loka honum og þá var ég á Íslandi og ætlaði ekki að gera mér ferð til Bandaríkjanna til að loka honum heldur millifærði ég bara allt af reikningum og ég veit ekkert í hvað stöðu það er núna. Það er ýmislegt svoleiðis sem gæti valdið misskilningi, ef það vantar upplýsingar frá vissum landsvæðum í heiminum eða ef það eru svona draugareikningar. Í heildarsamhenginu, hvernig er hægt að púsla saman vörnum gegn notkun á skattaskjólum og notkun hins almennra borgara á bankareikningum víða þar sem þeir mega stofna reikninga eins og þeir vilja?