150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

barnalög.

707. mál
[14:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þessi svör en ég hef samt áhyggjur að því sem kemur fram strax í 1. gr., þarna ætti að vera samráð strax. Mig langar líka í þessu samhengi að spyrja hæstv. ráðherra um einstæða foreldra, við vitum að í meiri hluta eru það karlmenn og að það eru þarna úti einstaklingar sem eru svo illa skuldsettir vegna meðlaga að þeir eiga sér ekki viðreisnar von, hvorki fjárhagslega né geta þeir hjálpað börnum sínum á einn eða neinn hátt. Það þarf auðvitað að taka á þeim vanda, við getum ekki sópað honum undir teppið með þessum lögum. Ég spyr þess vegna ráðherra: Er eitthvað í deiglunni að taka á þeim vanda? Þetta er ömurlegt fyrir þá einstaklinga sem eru í slíkri stöðu og líka ömurlegt fyrir börnin.