150. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2020.

vinna við stjórnarskrárbreytingar.

[15:10]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir. Það fer að líða að því. Nú hefur mikil vinna verið unnin á þessum vettvangi það sem af er kjörtímabilinu og ljóst að við munum vafalaust ekki ná öllu því sem stefnt var að í upphaflegri áætlun minni fyrir kjörtímabilið. En ég ítreka aftur að það er minn eindregni metnaður að leggja fram tillögur til breytinga á stjórnarskrá á næsta þingi, bæði hvað varðar auðlindaákvæði og ákvæði um umhverfisvernd og forseta- og framkvæmdarvald. Ég er mjög opin fyrir því að taka til skoðunar fleiri ákvæði, bæði það sem hv. þingmaður ræðir hér um jafnara vægi atkvæða en líka fleiri ákvæði sem við höfum verið að ræða. Ég tel einboðið að nú verði línur að skýrast í raun og veru í því hvert formenn flokkanna vilja stefna þannig að í það minnsta sé hægt að koma málum í þinglega meðferð frá og með næsta hausti.