150. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2020.

loftslagsmál.

718. mál
[16:03]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Líkt og þingmaðurinn kom inn á segir í umfjölluninni um mat á áhrifum frumvarpsins að þessi kostnaður sé talinn rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins. Það er það sem við vinnum út frá núna, hluta af því fjármagni sem þarna er tínt til höfum við á undanförnum árum bætt í hjá þeim stofnunum sem þarna eru nefndar. Ég vil nefna sérstaklega mikilvægi þess að ráðast í þær auknu rannsóknir sem frumvarpið kallar í sjálfu sér á sem við hefðum hvort eð er þurft að gera en þær snúa að landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis sem ég veit að hv. þingmaður hefur mikinn áhuga á og metnað fyrir þeim líkt og sá sem hér stendur. Að mínu mati er um að ræða (Forseti hringir.) nauðsynlegan kostnað sem þessu fylgir.