150. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2020.

loftslagsmál.

718. mál
[17:43]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hvað varðar endurgjaldslausu losunarheimildirnar verður breytingin sú á tímabilinu, á þessum tíu árum, að í stað þess að vera 2,2% fer fækkunin niður í 1,74%. Mig minnir að þetta séu um 6 milljónir losunarheimilda. Það stendur í frumvarpinu, ég man þetta ekki alveg upp á tíu. Það er það sem unnið er með og skiptir náttúrlega miklu máli að fækka þeim. En það skiptir líka máli að þetta sé gert á þeim hraða sem skynsamlegur er.