150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

orð þingmanns um annan þingmann.

[14:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég skal fúslega játa að það hefði verið betra og smekklegra af minni hálfu að gera hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni viðvart um að ég ætlaði að nefna hann í ræðu minni. Ég tók fram að ég væri ekki að kalla eftir svari heldur væri að vekja athygli þingmanna á þessu sérkennilega fyrirspurnaflóði frá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni. Ég skal fúslega viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að láta hv. þingmann ekki vita af þessu fyrir fram og lofa að næst þegar ég tek fyrirspurnir eða önnur þingmál frá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni eða öðrum til umræðu mun ég láta vita af því fyrir fram.