150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

orð þingmanns um annan þingmann.

[14:18]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti var ekkert að klóra yfir málið og tók fram að hann væri sammála því að það hefði verið rétt að hv. þm. Birgir Ármannsson bæri þetta undir Björn Leví Gunnarsson og léti hann vita af því að hann ætlaði að tala. Forseta finnst óþarfi að víkja að honum orðum með þessum hætti þegar engin efnisleg stoð er fyrir því. Forseti tók skýrt fram afstöðu sína í þessu tilviki áðan og ef hv. þingmaður hefði haft fyrir því að hlusta hefði hann ekki þurft að koma með þessar lummur hér núna.