150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

lengd þingfundar.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfunda, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um. Forseti er þó tilbúinn að taka fram að það verður ekki fundað inn í nóttina. Forseti hafði ástæðu til að ætla að við þetta yrðu ekki gerðar athugasemdir frá fundi okkar á mánudaginn en spyr engu að síður: Er óskað atkvæðagreiðslu um tillögu forseta? (Gripið fram í: Já.) Óskað er atkvæðagreiðslu um tillögu forseta og þá fer hún fram í byrjun atkvæðagreiðslna að afloknum umræðum um störf þingsins.