150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[15:56]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Í aðdraganda þjóðlendumálsins á níunda áratugnum var rætt um að eðlilegt væri að skýra mörk svokallaðs einskismannslands á hálendinu sem og í einhverjum tilvikum eignamörk afrétta. Kröfugerð ríkisins í þinglýstar eignir hefur því miður verið í algjörri andstöðu við upphaflegan tilgang þessarar vegferðar sem hófst fyrir 22 árum. Málsmeðferðin sem hefur verið viðhöfð í mörgum tilvikum er með öllu óásættanleg. Ég tel hagsmuni landeigenda meiri og betri verði þetta frumvarp ekki að lögum.

Herra forseti. Nú er mál að linni hvað óbyggðanefndina varðar. Það á að leggja hana niður. Þjóðlendumálin eru komin út fyrir allt sem lagt var upp með í upphafi og hið sama á við um kostnaðinn fyrir skattgreiðendur.

Við segjum nei.