150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

vernd uppljóstrara.

362. mál
[16:17]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég fagna því að þetta mál sé komið á þennan stað, málið um vernd uppljóstrara, risastórt mál sem lýtur að upplýsingafrelsi, gagnsæi og tjáningarfrelsi og mun verða til þess að auka gagnsæi í íslensku atvinnulífi.

Mér hefur skilist að málið verði kallað til nefndar milli 2. og 3. umr. til að bregðast við umsögn sem barst ekki fyrr en í dag eftir því sem mér skilst. Ég vonast til þess að þegar þeirri umfjöllun verður lokið verði unnt að ljúka þessu máli og gera það að lögum frá Alþingi. Eins og ég segi er þetta risastórt framfaraskref sem byggir á góðum tillögum nefndar um tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsi sem ég tel að hafi allar verið til bóta og til að gera atvinnulífið á Íslandi heilbrigðara, stjórnsýsluna heilbrigðari og samfélagið allt sömuleiðis vegna aukins gagnsæis.

Ég segi já.