150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

vernd uppljóstrara.

362. mál
[16:18]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál sé komið þetta langt. Ég vildi bara árétta að umsögn barst frá Amnesty International en ekki fyrr en núna vegna þess að ekki var send umsagnarbeiðni á Amnesty International. Það eru mistök af okkar hálfu og á þeim ber að biðjast afsökunar. Það er bara mjög jákvætt að framsögumaður málsins hafi óskað eftir því að kalla málið inn í nefnd til að fara yfir athugasemdir Amnesty. Ég hef rennt í gegnum þær og er sammála að það sé mjög mikilvægt að taka þær til athugunar.