150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[17:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fara í gegnum nefndarálit vegna fjáraukalaga frá fjárlaganefnd. Það er margt gott þar um að vera, en því miður ætla ég bara að skella mér beint í það sem mér finnst eiginlega mest vanta inn í þetta, t.d. um málefni fatlaðs fólks, þ.e. NPA. Þar eru settar inn 157 milljónir, sem er mjög gott, en ekki er verið að auka í. Þarna er mikil þörf vegna þess að þau sem þar eru inni hafa kannski séð fram á það að nú ætti að auka í þennan málaflokk, að þau myndu sleppa úr því fangelsi sem þau eru í með því að fá þessa aðstoð. Ég spyr hvort megi þá ekki óttast það út frá stöðu ríkissjóðs að þær aukningar sem var lofað verði þar af leiðandi ekki á næstunni?