150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:13]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki óvanur því að samantekin ráð séu um það þegar ég held ræðu hér að þingmenn flykkist í andsvör. En ég var minntur á það af góðum manni að í síðustu viku var samþykkt í þessum sal að SÁÁ fengi 30 milljónir. (Gripið fram í: Það er ekki nóg.) Það er búbót sem munar örugglega eitthvað um. Ég veit auðvitað að þingmaðurinn ætlaði að láta mig detta í pytt, sem tókst ekki af því að það gengur alltaf út á það hjá þessum þingmanni að leiða menn frekar í keldur en að koma mönnum á réttan kjöl. (HVH: … séð um það sjálfur.)[Kliður í þingsal.]