150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:14]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum hér að fjalla um heita kartöflu og þetta mál er auðvitað mjög snúið. Ég er alveg sammála hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni, ég er einn af þeim sem hafa algjört antipat á biðlistum, finnst þeir mjög rangir. Það er mjög illa hugsað að vera með biðlista, hvort sem er í vímuefnamálum, í aðgerðum eða öðru. En út frá því myndi ég segja að við ættum að einbeita okkur að því að útrýma biðlistum þannig að allir geti leitað sér hjálpar. Á sama tíma verðum við líka að hugsa út fyrir kassann af því að við erum komin á endastöð.

Ég spyr hv. þingmann: Er hann ekki sammála mér um það að með því að koma þessum málum inn á ákveðinn stað og út úr skúmaskotunum — koma þeim á stað þar sem eru hreinar nálar og það er verið að hjálpa, þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru til staðar og verið er að hugsa um þessa einstaklinga, þeir eru veikir — sé a.m.k. eitthvað verið að gera í þeim málum?