150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:18]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka andsvarið. Ég held ég hafi verið búinn að svara þessum fyrirspurnum áður, í því sem ég hef áður sagt. Við þurfum að auka forvarnir og fræðslu til að hjálpa unga fólkinu. Ég vona að okkur auðnist það. Ég vona líka að ég fái að tala í friði hér í þingsal án þess að hv. þingmenn Helga Vala Helgadóttir (Gripið fram í.) og Halldóra Mogensen séu gólandi á mig trekk í trekk. Það er algjörlega óþolandi, virðulegur forseti, að þetta fólk, þessir þingmenn, komist upp með það nánast í hvert einasta skipti sem ég stend hér. (Gripið fram í.)