150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[19:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg):

Herra forseti. Ég vil í lok umræðunnar þakka þeim þingmönnum sem tekið hafa þátt í henni. Hún hefur verið lífleg og mörg sjónarmið komið fram og í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart að þingmenn, a.m.k. úr einhverjum þingflokkum, eru sitt á hvað eftir því hvorum megin hryggjar þeir eru í afstöðu sinni til málsins. Það er ekki óvænt í sjálfu sér, enda er hér ekki um flokkspólitískt mál að ræða heldur heilsupólitískt. Þetta er mál sem hefur mikil áhrif á tilfinningar og margt fleira. En mér finnst rétt, herra forseti, að þakka hv. þingmönnum kærlega fyrir þessa umræðu og hlakka til atkvæðagreiðslunnar.