150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:35]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að lýsa ánægju minni með afgreiðslu á þessu frumvarpi og segi já við því. Við erum að taka hér utan um mjög viðkvæman og veikan hóp. Ég segi já fyrir hönd þess hóps og líka fyrir hönd aðstandenda sem vita af sínum mjög illa stöddum og að enginn haldi utan um þá. Þetta er tímabótafrumvarp og ég held að það sé mjög mikilvægt að við greiðum hér atkvæði um málið því að með því er verið að taka utan um mjög veika einstaklinga.