150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

stimpilgjald.

313. mál
[16:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Við í Miðflokknum erum almennt hlynnt afnámi stimpilgjalda og einföldun kerfisins en á þessu máli er þó einn tiltölulega veigamikill galli og hann er sá að menn skuli ekki samhliða þessu afnámi stimpilgjaldsins hafa komið til móts við áhyggjur sjómanna með öðrum hætti, áhyggjur þeirra af því að í síauknum mæli verði farið að flagga skipum inn og út úr landhelginni.

Slíkt hefði þurft að afgreiðast samhliða afnámi stimpilgjaldsins en er ekki gert hér og því greiði ég ekki atkvæði um málið.