150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

uppbygging í Helguvík.

[15:15]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Mér fannst hins vegar að hv. þingmaður hefði getað verið svolítið opnari þegar hún var að tala um stuðning við mig og ekki bara í þessu efni, það hefði verið allt í lagi ef eitthvað annað hefði fylgt með. Það kemur örugglega bara næst.

Bara svo það sé sett í samhengi er þetta ekki eina tillagan sem fór ekki í gegn á þeim skamma tíma sem menn komu fram með þessi aukafjárlög. Það er ekki rétt að setja þetta í það samhengi að þetta sé eina málið sem kom fram á þeim skamma tíma sem menn voru að vinna að því að fara í innviðafjárfestingu. Við komum með margvíslegar tillögur sem sneru að ýmsu innan starfsemi ráðuneytisins, margt annað en varnarmálin. Það er ekki alveg svo að við fáum allt okkar í gegn.

Ég geri engar athugasemdir við það, hvorki innan ríkisstjórnar né annars staðar, að menn vilji ræða þessi mál. Þetta voru bara ein aukafjárlög en við eigum að ræða þessi mál í stærra samhengi, (Forseti hringir.) annað væri óeðlilegt.