150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[19:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú heldur mikil einföldun hjá þingmanninum að tala um að skýringin á þessari fjölgun starfsmanna sé eingöngu vegna þess að í boði verði verðtryggð og óverðtryggð lán. Eins og ég fór yfir í maraþonræðu áðan er verkefnum sjóðsins að fjölga í samræmi við breytingarnar sem verið er að gera, eins og farið hefur verið yfir. Við komum með mörg nýmæli sem lúta m.a. að styrkjum til barnafjölskyldna og niðurfellingu höfuðstóls þegar námi lýkur á réttum tíma. Svo þarf að taka tillit til sérstakra aðstæðna hjá fólki, t.d. námsframvindu og fleiri hluta. Greiningin hjá menntamálaráðuneytinu, sem nefndinni kallaði eftir, er að miðað við þau verkefni sem munu koma inn og þessar breytingar, þá kalli það á þennan starfsmannafjölda sem kostar þessa peninga. Það er svarið.