150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[19:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið margar vikur í þessari ágætu nefnd og hef þurft að hafa mjög hraðar hendur við að setja mig inn í þetta risastóra mál. Ég hef lesið yfir umsögn Öryrkjabandalags Íslands og þar er ákveðnum áhyggjum lýst, eins og þingmaðurinn fór yfir. Hv. þingmaður er, held ég, að tala um 13. gr., varðandi námsframvinduna, er það ekki? (ÞSÆ: … svo lendirðu í slysi og getur ekki notað …) Já, gerðar eru ákveðnar kröfur um námsframvindu. En ég tel að eins og málið er búið núna sé komið til móts við þessar ábendingar frá Öryrkjabandalaginu þannig að horft er einstaklingsbundið á aðstæður fólks. Ef fólk lendir í slysum eða alvarlegum veikindum á það ekki að koma í veg fyrir að viðkomandi uppfylli (Forseti hringir.) kröfur um hefðbundna námsframvindu. En þetta eru sérstök tilfelli (Forseti hringir.) og verður tekið tillit til þeirra samkvæmt frumvarpinu.