150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[19:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er að reyna að ná utan um málið. Þetta eru mjög margar greinar og mörg efnisatriði þannig að ég vona að ég sé að svara hv. þingmanni út frá réttri grein. Það varðar gjaldfellingu vegna sjúkdóma eða slysa sem fólk lendir í. (Gripið fram í: 23.) Það er 23. gr., já. Meiri hlutinn fjallaði um það sérstaklega og fjallað var um það á þó nokkrum fundum nefndarinnar. Um er að ræða heimildir sjóðstjórnar til að veita undanþágur í sérstökum tilfellum þannig að það er rauði þráðurinn í gegnum (Forseti hringir.) frumvarpið. Og þess vegna, eins og með starfsmannafjöldann, er verið að breyta kerfinu á þann veg að tekið er meira tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna. (Forseti hringir.) Og það á líka við um þetta.