150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[15:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það þannig að starfsmaður sem er í fæðingarorlofi getur snúið til baka hvenær sem er á uppsagnarfresti og unnið hann og farið síðan aftur í fæðingarorlof samkvæmt lögum. Ég veit ekki betur. Þessar ábendingar BHM voru skiljanlegar en niðurstaða okkar var sú að ástæðulaust væri að grípa þarna inn í enda væru gildandi lög í landinu sem tryggðu þennan rétt eins og ég skil það. Ég hygg að ekki sé með neinum hætti hægt að álykta þannig að konur eða karlar í fæðingarorlofi séu að missa einhver réttindi út af þessu frumvarpi. Þvert á móti.