150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[20:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég þakka hv. þm. Ingu Sæland fyrir þessi orð, við erum alveg á sama stað í þessu. Ég vil líka geta þess að ég átti gott samstarf við Berg Benjamínsson um þessi mál þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, og eins þegar við vorum að ganga frá nefndarálitinu þá hafði ég samband við hann. Ég held að þeir sem við erum að vinna fyrir telji að hér sé nokkuð vel tryggt að sú hugsun sem hefur komið fram í ræðum okkar nái fram að ganga. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, að það er algerlega klárt að allur þingheimur vill að staðið verði 100% við þau lög, að aðgengisreglur og aðgengismál fatlaðra verði til fyrirmyndar og það verði okkur öllum til ánægju að hafa tekið þátt í því að gera hlutina þannig.