150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

leigubifreiðar.

773. mál
[12:17]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp um breytingu á lögum um leigubifreiðar sem heimilar leigubílstjórum sem haft hafa atvinnuleyfi skemur en tvö ár að leggja inn atvinnuleyfið á gildistíma ákvæðisins, þ.e. út þetta ár. Frumvarpinu er einungis ætlað að tryggja jafnræði leigubílstjóra til innlagnar á atvinnuleyfi í þeim samdrætti sem orðið hefur nú vegna Covid, hvort sem leigubílstjórar hafa haft atvinnuleyfi skemur eða lengur en tvö ár. Þetta frumvarp snýr eingöngu að þessu. Önnur málefni sem snúa hvort sem er að atvinnuleysisbótum eða eftirgjöf vörugjalda leigubílstjóra eru hjá öðrum nefndum og öðrum ráðuneytum og voru því ekki til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd sérstaklega. (Forseti hringir.) Við gerum þó grein fyrir því í nefndarálitinu (Forseti hringir.) að þessi breyting stendur óháð því.