150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með frumvarpinu og breytingartillögum okkar í meiri hluta velferðarnefndar erum við að styrkja enn frekar úrræðið og mæta ábendingum sem hafa komið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um að auka enn eftirlit og skýra skilyrði. Við erum líka að samræma dagsetningar varðandi skilyrðin og tímalengd þeirra. Ég tel að við séum að leggja fram góða leið til þess að hjálpa bæði launamönnum og fyrirtækjum í gegnum þær efnahagshremmingar sem fram undan eru og ég tel að það sé skref í þá átt að koma fyrirtækjum aftur af stað og hjálpa launafólki að halda vinnu sinni og brúa ákveðið bil sem fram undan er.