150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:06]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Samspil þess úrræðis sem við erum að greiða atkvæði um núna og uppsagnarfrumvarpsins flettir ofan af fullkomnu ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunum launafólks. Við Píratar söknum þess að ríkisstjórnin gæti samræmis í vinnu sinni, að núverandi ástandi sé mætt með heildrænni nálgun og skýrri framtíðarsýn og í góðu samráði við alla sem að málinu koma. En það hefur ekki verið raunin og er niðurstaðan lituð af því. Við Píratar höfum stungið upp á annarri nálgun, annarri sýn og lausnum sem við höfum fjallað um í nefndarálitum í þessu máli og í uppsagnarmálinu. Við munum sitja hjá við afgreiðslu þessa máls fyrir utan eina breytingartillögu 2. minni hluta sem snýr að því að tryggja að félög í skattaskjólum fái ekki ríkisaðstoð.