150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða tillögu sem lýtur að því að gera greinarmun á því hvort um er að ræða risastórt fyrirtæki sem nýtur stuðnings úr opinberum sjóðum upp á milljónir eða jafnvel milljarða eða lítið fyrirtæki sem fá minni stuðning. Hér er verið að setja þetta mark eins og þekkist víða í Evrópu varðandi skilyrði um fyrirtæki og ég vænti þess að við fáum stuðning sem flestra við þetta af því að það skiptir máli fyrir atvinnulífið í landinu, fyrir fólkið í landinu, að við hér í þingsal förum ekki að slátra litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Ég segi já.